Nýburaljósmyndun
Hvenær er besti tíminn fyrir nýburamyndatöku?
Þægilegast er að barnið sé 7 - 12 daga gamalt. Á þessu stigi er barnið afslappað og sefur líklega vært í myndatökunni, sem gerir það mun auðveldara að ljósmynda það.
Hvenær er besti tíminn til að bóka nýburamyndatöku?
Best er að hafa samband við mig áður en barnið fæðist.
Þegar þú bókar hjá mér munum við ekki bóka ákveðna dagsetningu fyrir myndatökuna, fæðingar eru óútreiknanlegar, ég skrái hjá mér settan dag og þú hefur svo samband þegar barnið er komið í heiminn. Þegar barnið þitt fæðist ákveðum við dagsetningu fyrir myndatökuna innan þess tímaramma, þegar barnið er 7-12 daga gamalt.
Ég tek aðeins við takmörkuðum fjölda bókana fyrir nýbura myndatökur í hverjum mánuði. Þessi sveigjanleiki tryggir að við náum að mæla okkur mót innan þessa tímaramma.
Barnið mitt er komið! Er of seint að bóka nýbura myndatöku?
Ekki hafa áhyggjur, margar fjölskyldur byrja ekki að hugsa um nýbura myndatöku fyrr en börnin þeirra eru komin í heiminn og það er í lagi. Ég hef oft pláss á síðustu stundu og gæti hugsanlega troðið ykkur inn svo vinsamlegast hafið samband eins fljótt og auðið er til að sjá hvort ég hafi pláss. Ef barnið þitt er þegar orðið þriggja vikna gamalt þýðir það ekki að þú þurfir að missa af nýbura myndatökunni, en hún verður aðeins öðruvísi en þegar börnin eru nokkurra daga gömul.