Ummæli
Harpa Ósk is a wonderful photographer whose graceful presence at personal events adds a little extra glow, an extra touch of magic, to the experience and the atmosphere at hand, without interrupting it in any way. She’s like a little photography-fairy, subtly enhancing and swiftly capturing the most perfect moments, for lasting memories, stunning photos! We greatly appreciated sharing smiles with her and her camera on our most intimate and special day.
Atman & Jórunn
Við erum svo ánægð að hafa valið Hörpu sem ljósmyndara á stóra deginum okkar. Harpa er með dásamlega nærveru, barngóð og þolinmóð. Myndatakan uppfyllti allar þær væntingar og óskir sem við höfðum. Þegar við fengum myndirnar sendar vorum við einstaklega ánægð.
Harpa fær 10/10 frá okkur!
Hildigunnur & Palli
Brúðkaupsljósmyndun
Takk fyrir að sýna verkum mínum áhuga. Hér má sjá sýnishorn af þeim hjónavígslum sem ég hef ljósmyndað. Hver og ein þeirra á stað í hjarta mínu.
Þegar ég mynda brúðkaupsdaginn ykkar þá hef ég það að leiðarljósi að skrásetja daginn eins og hann kemur fyrir, öll smáatriðin og öll mikilvægustu augnablik dagsins.
Ég hef lagt það í vana minn að hafa tímaramma afhendinga mynda eins stuttan og ég kemst upp með, oftast ekki meira en tvær vikur, vegna þess að ég veit að þið eruð spennt að fá myndirnar ykkar. Ég er líklega svipað spennt að afhenda ykkur þær:)
Ég skila myndunum rafrænt í prentupplausn, en hvet ykkur að sjálfsögðu til þess að láta prenta þær út, sama hvort um sé að ræða stakar myndir í ramma og albúm eða allar myndirnar í bók. Einnig hvet ég ykkur til þess að afrita myndirnar strax, þetta eru með dýrmætustu myndum sem þið munið eignast, bæði fyrir ykkur sjálf og komandi kynslóðir.
Fyrir stóra daginn hittumst við eða tökum stutt spjall í síma, þar sem við förum vel yfir öll mikilvæg atriði og stillum saman strengi. Þetta er afar mikilvægt svo að ég sjái ykkar sýn og þið mína.
Það væri mér mikill heiður að vera partur af þessum stóra degi ykkar!
Harpa Ósk Wium Hjartardóttir