Ég er rómantíker og fæ mikið út úr því að mynda ástfangin pör, konur fæða, foreldra með börnin sín, tenginguna á milli fólks almennt og vöruna sem þú ert að skapa. Ég er eftirtektarsöm og fylgist með allskonar smáatriðum sem margir taka ekki eftir og myndar það ljósmynda stílinn minn. Ég sé sögur allstaðar sama hvort það er í orðum, texta, augnaráði, lykt eða andrúmslofti og er aðaláhugamálið mitt að festa þessar sögur á varanlegt form.
Ég er sjálfstætt starfandi ljósmyndari og sérhæfi mig í að mynda fólk, fyrir fjölskyldualbúmið, fyrir vefsíður, auglýsingar og samfélagsmiðla.
Ég legg áherslu á skapandi myndræna tjáningu. Myndirnar mínar einkennast oft af dramatískum sjónarhornum, smáatriðum, tengingu og dýpt. Þær eru klassískar, tímalausar og stílhreinar. Ég tek einnig að mér viðburðarljósmyndun, ljósmyndun fyrir markaðsefni fyrirtækja og vöruljósmyndun. Einnig á heimildarljósmyndun alltaf stað í hjarta mínu.
-Eftirtekt eftir smáatriðum, persónuleg þjónusta og einstaklingsbundin nálgun - allt sem þú þarft til að varðveita öll einstöku augnablikin sem þú skapar.