Nokkrum sinnum á ári býð ég upp á svokallaðar mini hraðmyndatökur sem hver um sig er hönnuð í kringum ákveðið þema og staðsetningu, oft í tengslum við árstíðina. Þessar myndatökur eru stuttar, hnitmiðaðar og á sérstöku verði. Myndatökurnar fara fram annaðhvort í stúdíóinu mínu eða á öðrum vel völdum staðsetningum, allt eftir tegund. Tímar eru takmarkaðir hverju sinni og bókanir fyllast hratt. Ég auglýsi hraðmyndatökurnar sérstaklega á instagram og/eða á póstlista.
Næstu hraðmyndatökur
Mæðradags: Mars og apríl
Sumar / úti: Júní
Vestfirðir: Júlí og ágúst
Haust / úti: September og október
Jól: Nóvember og desember